Sérsniðnar gönguferðir
Framboð: Allt árið
Við hjá Höfn Staðarleiðsögn hlustum á óskir þínar um hæglætisferðir í stórbrotinni náttúru Hafnar og nágrennis. Hvort sem þú vilt auðveldan göngutúr á svartri fjöru, dýfa tánum í sprækan fjallalæk eða ganga á nærliggjandi fjall, þá erum við hér fyrir þig. Við bjóðum þér tækifæri til að hægja á daglegum takti þínum og upplifa ró í óspilltri náttúru. Við getum sýnt þér leyndar perlur svæðisins.
Upphafsstaður ræðst af samsetningu ferðar og því hvort þú ert á eigin bil eða þarft akstursþjónustu. Ef óskað er eftir akstursþjónustu bjóðum við upp á að hefja ferðina við Gömlubúð á Höfn gegn vægu gjaldi ,hnit; 64 ° 15.023'N, 15 ° 12.233'W annars á umsömdum stað.
Lengd
4 - 8 klukkustundir, fer eftir vali þínu.
Mikilvægt
Upphafsstaðir eru breytilegir eftir þeirri ferð sem þú og leiðsögumaður þinn komið ykkur saman um. Upplýsingar um staðinn verða veittar í formi hnita í gegnum tölvupóst eða SMS.
Klæddu þig eftir veðri og vertu í viðeigandi gönguskóm.
Hafðu fjölnota vatnsflösku meðferðis.
Innifalið
Fagleg leiðsögn á íslensku/ensku og hófleg hreyfing.
Smakkað á hefðbundnum íslenskum mat, mismunandi eftir gerð ferðar.
Aftengdu símann til að tengjast þér
Hvað með að slökkva á nettengingunni, beina athyglinni inn á við og njóta líðandi stundar?
Fyrir frekari upplýsingar, ekki hika við að hafa samband.
VIÐ munum gera okkar besta til að mæta óskum ÞÍNUM um innihaldsríka hæglætisferð.
- Vinsamlegast lestu skilmála okkar og skilyrði áður en þú bókar ferð -