top of page
file-9.jpeg

Kajakróður í Hornafirði

Framboð:   maí - september

Kajakróður um Hornafjörð er frábær leið til að  njóta friðsællrar og nærandi útivistar.  Fjölbreytt fuglalíf, jöklasýn og svartir sandar skapa ógleymanlega upplifun í umhverfi þessa fallega sjávarþorps sem Höfn er. Höfn staðarleiðsögn býður upp á kajakferðir fyrir litla hópa um Hornafjörð á tveggja manna bátum og leggur upp frá gömlu bryggjunni í Óslandi. Rólegheita róður milli eyja fjarðarins gæti vakið forvitni selanna svo þeir ákveði að koma og skoða þig! Landtaka á svörtum söndum Suðurfjara er líka möguleiki og þar, eða á lítilli eyju, færðu tækifæri til að smakka á hornfirsku góðgæti áður en róið er aftur í Ósland.

​

Ekki þarf reynslu af kajakróðri til að taka þátt í kajakferðunum, þær henta bæði byrjendum og reyndum ræðurum frá 14 ára aldri. Ræðarar þurfa þó að vera í þokkalega góðu líkamlegu formi fyrir þessa ferð.

​

Ferðirnar eru mjög háðar veðri og vindur getur komið í veg fyrir að farið verði í róður. Ekki er um fasta brottfarartíma að ræða þar sem sjávarföll ráða för, vinsamlega hafðu því samband til að fá upplýsingar um borttfarartíma. 

​

Ef aflýsa þarf ferð vegna veðurs verða gestir látnir vita daginn áður, eða að morgni fyrirhugaðs róðrardags. Ef það gerist er val um að fa fulla endurgreiðslu, bóka kajakferð annan dag eða bóka eina af,,landferðunum" sem Höfn Staðarleiðsögn býður uppá. 

Lengd

2,5 - 3 klst.

 

Mikilvægt

Brottfararstaður er Ósland, gamla bryggjan, 780 Hornafirði.

Hnit; 64 ° 14'37,6 "N 15 ° 12'40,4" W

Vertu í hlýjum mjúkum fatnaði til að hafa undir þurrgallanum,

hversu hlýjum fer alltaf eftir veðri.

Taktu fjölnota vatnsflösku fulla af vatni með þér í róðurinn.

 

Innifalið

Fagleg leiðsögn á íslensku og/eða ensku, fuglalíf og rólegheita útivist.

Þú færð tveggja manna kajak af „sit-on-top" gerð sem er einstaklega stöðugur, tvískiptan þurrgalla, björgunarvesti, ár og lítinn þurrpoka til að geyma persónulega hluti í.

Einföld, staðbundin matarupplifun á svörtum fjörum.

​

Aftengdu símann til að tengjast þér

Hvað með að slökkva á nettengingunni, beina athyglinni inn á við og njóta líðandi stundar?

​

Fyrir einkaferðir eða spurningar, ekki hika við að hafa samband. 

VIÐ erum hér fyrir ÞIG!

​

- Vinsamlegast lestu skilmála okkar og skilyrði áður en þú bókar ferð -

 

Hafðu samband við Höfn Staðarleiðsögn

Bókaðu ferðina þína hér
Kayaking in Hornafjörður
bottom of page